Fréttir

Upplifun með liti. Útikennsla.

Þegar börn fá tækifæri, efnivið og aðstæður, getur allt gerst og listin fær vængi. Börnin á Bakka fóru í útkennslu í fjörunni.

Við höfðum með skóflur og vatnsliti, hugmyndin var að ná í sjó og mála á steina. 

Nokkrir drengir fengu hugljómun á steyptum brunni með loki, þeir náðu í sjó og úr varð skemmtileg litafræði og rannsóknarvinna...'' Vá það er hægt að láta rauðan hér ..en ef ég læt hvítan þá er bleikur. 

Skemmtilegur dagur í fjörunni. 

Lesa meira!

Velkomin eftir sumarfrí á Skerjagarð.

Þá erum við komin á fullt eftir sumarfrí og vonandi hafið þið haft það fínt í fríinu. Ekki ber á öðru en að börnin séu alsæl með að vera komin aftur í leikskólann sinn.

Aðlögun nýrra barna hefur gengið glimrandi vel. Að sjálfsögðu bjóðum við ný börn og foreldra hjartanlega velkomin í flotta barnahópinn okkar á Skerjagarði.  Við á Skerjagarði viljum að öllum líði vel og leggjum áherslu á góð samskipti við foreldra. Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef það er eitthvað sem ykkur liggur á hjarta.

 Við erum spennt fyrir nýju skólaári og hlökkum til að starfa með ykkur og börnunum ykkar í vetur.

Af starfsmannamálum á Skerjagarði er allt gott að frétta, hefur gengið vel að manna í þær stöður sem hefur vantað í.   

Lesa meira!

Sumarfrí Skerjagarðs.

 Nú fer að líða að sumarlokun og það er margt spennandi búið að vera gerast hjá okkur í júní.

Veðrið hefur leikið við okkur :)  og við höfum mikið farið í vettvangs-og gönguferðir, allavega höfum við ekki látið það stoppa okkur.

Við erum reglulega ánægð með veturinn hér á Skerjagarði  og hefur starfið bæði verið  faglegt, skemmtilegt og góður starfsandi ríkir í húsinu.

Eins og þið sjálfsagt vitið þá var gert ytra mat hjá okkur í haust og við komum einstaklega vel út.

Eins fengum við hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar sem við erum í skýjunum yfir.

Við ætlum að sjálfsögðu að halda okkar frábæra starfi áfram og hlökkum við til að takast á við nýtt skólaár. 

 

 

Lesa meira!

Sumarhátíð Skerjagarðs.

Sumarhátið Skerjagarðs var haldin 15. júní mikið fjör. Farið var í skrúðgöngu um hverfið. Börnin voru með leiksýninguna ,,Víkingarnir koma,,. 

Kennararnir voru einnig með sýningu ,,geiturnar þrjár,,. Mikið var hlegið og klappað.  Eftir hádegi var stöðvavinna í garðinum unnið með leir, málað,farið í leiki. 

Einstaklega skemmtilegur dagur. 

 

 

Lesa meira!

Opið hús laugardaginn 5. maí.

Þá er komið að opna húsinu á Skerjagarði en það verður laugardaginn 5 maí frá klukkan 11-13. 

Mikill spenningur er hjá börnunum sem munu sýna listaverk vetrarins og syngja nokkur lög. 

Úlfahópur mun útskrifast þennan dag. Það eru allir velkomnir, foreldrar, syskini, ömmur, afar og aðrir gestir

Hlökkum til að eiga skemmtilega stund saman. 

 

Lesa meira!

Vorið á næsta leiti...

Þá er þessi veðrasami febrúar búinn og nú styttist í langþráða vorið.

Það er margt á döfini hjá okkur eins og ávalt. Við erum enn að vinna á fullum krafti verkefni um víkingana s.s skip , vopn , Geirfugla og öndvegissúlur. Börnin leggja einstaklega mikinn metnað í verkin sín og þau eru ótrúlega dugleg og áhugasöm. Við munum fara í heimsókn á fimmtudaginn kl 10.00 til að sjá Geirfuglabeinagrind, en það hefur staðið til lengi.

Úlfahópurinn er farinn að fara mun oftar á söngæfingar fyrir barnamenningarhátíðina en nú styttist í að við förum í heimsókn í Tónskóla Sigursveins á æfingu en það verður 12 mars kl 13.00 ásamt 4 öðrum leikskólum. Þau fá einnig að kynnast ýmsum hljóðfærum og að prufa að spila á fiðlur, píanó, selló o.fl.

Þetta er eina æfingin sem við förum á. Við erum bara öll að æfa hver í sínum skólum. Barnamenningarhátíðin sjálf verður svo 17 apríl í Hörpu. Eins og hefur komið fram áður þá eru þetta bara elstu börnin á Skerjagarði sem taka þátt ásamt 600 öðrum börnum á 2 tónleikum. Æfingarnar ganga vel hjá úlfahóp og það er gaman að segja frá því að Hestahópurinn er stundum með og þau eru alveg ótrúlega dugleg, eru búin að læra öll lögin líka.

Lesa meira!

Ytra mat Skerjagarðs.

Komið sæl. 

Við viljum segja ykkur frá ytra matinu sem Skóla og frístundasvið framkvæmdi hér hjá okkur 22-25.nóvember. Matsaðilar komu á Skerjagarð og fylgdust  með starfinu á Bakka og Bóli, kennarar, foreldrar og börn voru tekin í rýnihópa viðtöl. Við erum búinn að fá kynningu á niðurstöðunum og gerðum við mikla lukku og komum einstaklega vel út. Við erum einstaklega stolt af okkar starfi endilega skoðið niðurstöðurnar á heimasíðu skólans undir flipanum hagnýtar upplýsingar: 

http://www.skerjagardur.is/media/1463/sk%C3%BDrsla-skerjagar%C3%B0sloka.pdf

Lesa meira!

Gleðilegt ár.

Gleðilegt ár kæru foreldrar og börn. þökkum kærlega fyrir liðið ár. Starfið fer vel af stað á nýju ári, í morgun var ekki farið út vegna veðurs og skemmtilegt val var í öllu húsin. Börnin á Bóli voru að mála, leika með leir og í könnunarleiknum.

Börnin á Bakka voru að undirbúa þorrann og mála víkingaskipið sitt. Flestir fóru út eftir hádegi glaðir og ánægðir að sulla í pollunum. 

 

Lesa meira!

Víkingarnir.

Elstu börnin á Bakka hafa valið sér viðfangsefnið Víkingar. Það er hefðin að börnin velji sér viðfangsefni eftir þeirra áhuga til að vinna með og fræðast um. Oft á tíðum tekur það nokkrar vikur að finna efni, en að þessu sinni kom upp áhugi fyrir Víkingum strax í ágúst. Þannig að við erum búin að fara á bókasafnið og náð okkur í nokkrar bækur um víkinga. Gerðum hugmyndavef. Við munum fara í ýmsar ferðir, fara á söfn og gera verkefni um víkinga eftir áhuga barnanna.  Könnunaraðferðin  gengur út á að afla sér nýrra þekkingar í ferlinu, það gera kennarar og börn í sameiningu. Þetta er mjög spennandi og mikill áhugi í hópnum fyrir verkefninu.

Lesa meira!

Hafið bláa hafið.

Yngri börnin á Bakka hafa valið sér viðfangsefnið Hafið og fjaran til að vinna í hópastafi.

Börnin leiða rannsóknina áfram ásamt kennara. Hafið og fjaran eru skemmtilegt viðfangsefni, þar sem fjaran er hér í nánasta umhverfi við leikskólann okkar.

Við vinnum eftir áhugahvöt barnanna.  Við höfum kannað þekkingu barnanna á viðfangsefninu, gert hugmyndavef þar sem við skráum niður hugmyndir barnanna og spyrjum þau opina spurninga. Í vettvangsferðinni fundu börnin marglyttu og komu með hana í leikskólann og hún var skoðuð.  Það verður spennandi að sjá hvert verkefnið leiðir okkur. 

Hvernig er sjórinn á bragðið?

Hann er brimsaltur, það má ekki drekka sjóinn þá fær maður illt í magan og gubbar.

Hann er bara ógeðslegur. 

Hann er góður en ekki hlýr. 

 

Lesa meira!

Allt gengur glimrandi vel á Bóli.

Allt gengur glimrandi vel á Bóli. Litlu krílin sem byrjuðu hjá okkur eftir sumarfrí eru orðin dugleg að koma á morgnana og

eru kát og glöð allan daginn. Farið er í gönguferðir um nánasta umhverfi enda hefur það upp á svo margt að bjóða hér Skerjafirði. 

Við erum einstaklega heppin með verðrið þessa dagana og nýtum okkur það í útikennslu og annað skemmtilegt. 

Við hvetjum ykkur til að skoða myndsafnið,  því sjón er söguríkari. Það er gaman að fylgjast með þeim í leik og starfi. 

Lesa meira!

Velkomin eftir sumarfrí.

Nú eru allir mættir hressir og kátir eftir gott sumarfrí. Vonandi hafið þið haft það gott með fjölskyldunni, 

Við tökum fagnandi á móti nýju skólaári sem leggst vel í okkur og hlökkum við til að starfa með börnunum ykkar í vetur. 

Það er sjö ný börn byrjuð í þátttökuaðlögun á Bóli við bjóðum þau hjartanlega velkomin. Hlökkum til að kynnast ykkur. 

 

Lesa meira!

Litla lifran ljóta.

Litla lirfan ljóta fær framhaldslíf.

Verkum barnanna á Skerjagarði er sýndur mikinn heiður, en okkur var boðið að sýna þemaverkefnið okkar um Litlu lirfuna ljótu á Borgarbókasafninu í Grófinni. Í byrjun júní var það sett upp og mun standa þar fram á haust .
Að sjálfsögðu fylgir skráning með svo fólk geti skoðað þróun verksins og umræður barnanna.

En sjón er sögu ríkari gaman væri sem flestir færu að sjá þessi listaverk eftir stolt börn á Skerjagarði. 

Lesa meira!

Sumarhátíð

Sumarhátíð Skerjagarðs var 14 júní og þann dag lék veðrið við okkur. Börnin mættu mörg hver í furðufötum í tilefni dagsins og þau sem vildu fengu andlitsmálningu.

Síðan var farið í skrúðgöngu um hverfið okkar og sungið hástöfum.

Eftir skrúðgöngu fórum við í garðinn okkar og þar fengu börnin heimatilbúna leiksýningu í boði kennara Skerjagarðs um Geiturnar þrjár.

Eftir það söng Þóra Björk nokkur lög og allir sungu með. Síðan  var dansað og leikið sérFrábær dagur í alla staði. 

Lesa meira!

Útskriftarferð

Í lok maí fóru elstu börnin Snillingahópur í útskriftarferðina sína. Börnin skipulögðu sjálf sína útskriftarferð og voru með mjög ákveðnar skoðanir, enda einstaklega sjálfstæðir einstaklingar.

 Þau vildu fá að fara í Perluna og kaupa sér ís og fá að velja sér alveg sjálf. Svo vildu þau fara í Nauthólsvíkina og grilla pylsur og fara í heitapottinn.

Þetta gerðum við að sjálfsögðu og notutuðum tækifærið í leiðinni að skoða dýralífið sem og upplifa vorið og leita að mismunandi litum sem eru að finna í Öskjuhlíðinni. Þetta var einstaklega eftirminnilegur dagur.

Það er glæsilegur barnahópur sem fer í grunnskóla í haust. 

Lesa meira!

Norrænahúsið

Börn af Bóli fóru í gönguferð þann 16 maí, þau skoðuðu fuglalífið og svo fóru þau  í Norrænahúsið.

Börnin gátu skoðað bækur og leikið sér og svo borðuðu þau nesi. Alveg frábær dagur og verður örugglega farið aftur.

Lesa meira!

Húsdýragarðinn

Við á Skerjagarði höfum verið dugleg að fara með börnin í ýmsar vettvangsferðir í maí. Við förum mikið í okkar nánasta umhverfi s.s. fjöruna, á opin svæði, skógarróló og á aðra leikvelli.

Tveir elstu árgangarnir eru búnir að fara í Fjörlskyldu og Húsdýragarðinn. Þar var mikið fjör og við tókum með okkur pylsur á grillið og borðuðum hádegismatinn þar. 

Lesa meira!

Opið hús 13. maí

Á Skerjagarði var opið hús laugardagin 13 maí og það var alveg frábær mæting. Það var virkilega gaman að sjá hversu margir gátu komið og notið þessa fallega dags með okkur.

Útskrift elstu barnanna heppnaðist vel, 7 dugleg börn tóku við sínu útskriftarskjali og sungu nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra.

 

Lesa meira!

Opið hús 13. maí. 2017.

Laugardaginn 13 maí milli 11.00-13:00 verður opið hús á skerjagarði. Þann dag verður sýning á litsaverkum barnanna, myndir úr starfi vetrarins verða sýnilegar.

Börnin munu syngja nokkur lög og snillingahópurinn mun útskrifast.

Foreldrar koma með veitingar á sameiginlegt hlaðborð. Hlökkum til að eiga skemmtilega stund saman, allir velkomnir.  

 

Lesa meira!

Sungið í Hörpu.

Snillingahópurinn söng á Barnamenningarhátíðinni í Hörpunni þann 25 apríl síðastliðinn ásamt rúmlega 300 öðrum leikskólabönum.

Börnin sungu lög eftir tónskáldið Ólaf Hauk Símonarson en þetta er samstarfsverkefni leikskólanna og Tónskóla Sigursveins.

Börnin á Skerjagarði stóðu sig frábærlega vel eins og raunar öll hin börnin og vorum við virkilega stolt af þeim.

Lesa meira!

Listsköpun og gleði á Bakka

Á Bakka er nóg að gera þessa dagana eins og ávallt. En þessa dagana erum við að vinna verkefni úr sögunni um Litlu lirfuna ljótu. En það er fallegt ævintýri sem gerist á índælu sumri í litlum garði þar sem náttúran er að vakna eftir vetrardvalan. Skordýrin, plönturnar og fuglarnir eru að fóta sig í samfélagi þar sem allir eru svo ólíkir og með misjafnar þarfir. Börnin eru mjög áhugasöm um þetta verkefni og eru dugleg að skapa listaverk sem tengjast þessari sögu.

Lesa meira!

Líf og fjör á Bóli.

Líf og fjör á Bóli .... alltaf gaman að leika með vatn, bæði úti og inni. Þessa dagana erum við farin að leika meira úti en áður þar sem vorið er að bresta á. Í góða veðrinu er svo gaman að leika og gera tilraunir með vatn og jafnvel liti. Myndir í myndaalbúminu.

Lesa meira!

Einu sinni var....

Einu sinni var .....stórkostlegur dagur í alla staði. Börnin voru sérstaklega áhugasöm með þennan dag og það var sérstaklega gaman að sjá hversu fallegir hlutir komu að heiman. Margir hlutir voru mjög kærir hjá barninu og foreldrum þeirra, sumir eldgamlir með mikila sögu s.s  gamall útskorinn stokkur frá einni  ömmu, bangsar frá mömmu eða pabba sem þau áttu þegar þau voru lítil, myndir af þeim þegar þau voru lítil, leikföng síðan þau voru lítil o.fl einstaklega fallegt. 

Lesa meira!

Vettvangsferð - ævintýraferð í flæði.

Í dag buðum við í upp á ævintýraferð í flæði. Við skunduð í dásamlegu veðri með nesti í tösku, ávexti, kakó og rjóma og að sjálfsögðu var góða skapið með í för eins og alltaf. Við fórum á " Dósa róló" og fórum í leiki og síðan fundum við notalega laut til að gæða okkur á nestinu.

Lesa meira!

Lífið er listaverk

Lífið er listaverk 

Allir kátir og glaðir að það sé nóg af snjó. Farið var út með vatnsliti og málað í snjóinn.

Lesa meira!

Upp er runninn öskudagur ákaflega skýr og fagur .

Loksins loksins er öskudagurinn runninn upp bjartur og fagur.....Sagt er að öskudagur eigi sér 18 bræður  og ef það er satt þá erum við mjög sátt. Allir mættu í hátíðarskapi í leikskólann tilbúin í að hafa gaman með vinum sínum í hinum ýmsum skemmtilegum búningum s.s ofurhetjur, ýmis dýr og svo voru nokkrar prinsessur o.fl. Við byrjuðum daginn á að bjóða þeim sem vildu upp á andlitsmálingu og svo sameinuðumst við á Bóli og slóum "köttinn" nammið úr tunnunni. Síðan var dansað, leikið og sungið og síðan var pylsupartý. 

Lesa meira!

Heimsókn á Náttúrustofu Kópavogs.

Lirfurnar eru ekkert alltaf lirfur og það er ekki fallegt að segja að þær séu ljótar !!! Þær breytast í fiðrildi, en eru samt fallegar þegar þær eru grænar......já þannig orðaði einn drengurinn það eftir að hafa hlustað á söguna um Litlu lirfuna ljótu. Það fóru allir á flug við þessi ummæli og voru sammála honum. Hvernig stendur á þessu, það var mikið spjallað og mikið talað um lirfurnar sem eru í trjánum hér við leikskólann á sumrin. Við vorum einmitt um þetta leiti að leita okkur að verkefni til að rannsaka og skoða áhugasvið barnanna. Þarna lá áhuginn ....náttúran, skordýrin, plönturnar og fuglarnir. Sagan um litlu lirfuna hefur þetta allt, en hvort þessi saga og skordýrin í sögunni  verður okkar aðal rannsóknarefni eða hvort við munum fara á aðrar brautir í okkar vinnu er óljóst. Þetta fer algjörlega eftir þeirra áhuga og munum við nota könnunaraðferðina til að sjá hvert þetta leiðir okkur. En við heimsóttum Náttúrustofu Kópavogs sem var alveg frábær upplifun og börnin voru mjög áhugasöm að skoða skordýrin og önnur dýr sem voru þar að sjá.

Lesa meira!

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt ár kæru foreldrar,  börn og takk fyrir það liðna.

Það er von okkar að þið hafið átt yndislega jólahátíð með ykkar nánustu. 

Við göngum bjartsýn inn í árið 2107 og hlökkum til að vinna skemmtilegt starf hér á Skerjagarði með frábærum börnum

og að eiga góð og skemmtileg samskipti við ykkur kæru foreldrar eins og alltaf. 

Börnin komu með ósk um dótadag næsta föstudag 5 janúarvið ætlum sannarlega að verða við þeirri ósk. 

Eins viljum við þakka fyrir frábæra samveru á jólaballinu í Frostaskjóli,  gaman hvað margir mættuforeldrar systkini og afar og ömmur. 

 

Lesa meira!

Aðlögun á Bóli gengur glimrandi vel.

Allt gengur glimrandi vel á Bóli. Litlu krílin sem byrjuðu hjá okkur eftir sumarfrí eru orðin dugleg að koma á morgnana og

eru kát og glöð allan daginn. Farið er í gönguferðir um nánasta umhverfi enda hefur það upp á svo margt að bjóða hér Skerjafirði. 

Við erum einstaklega heppin með verðrið þessa dagana og nýtum okkur það í útikennslu og annað skemmtilegt. 

Við hvetjum ykkur til að skoða myndsafnið,  því sjón er söguríkari. Það er gaman að fylgjast með þeim í leik og starfi. 

Lesa meira!

Jólaball í Frostaskjóli.

Kæru foreldrar 

Föstudaginn 9 desember verður haldið  jólaball Skerjagarðs í Frostaskjóli. Allir velkomnir :) 

Sá siður hefur verið á Skerjagarði að börnin eru sótt í leikskólann kl 13:00 og mæta með fjölskyldunni sinn klukkan 14:00 í Frostaskjól. Jólasveinninn kemur í heimsókn klukkan 14:30.

Foreldrar mæta með veitingar á sameginlgt veisluborð en leikskólinn sér um drykkjarföng.  Síðan dönsum við saman í kringum jólatréið og eigum notalega stund saman. 

Lesa meira!

Málað á Bóli.

Á Bóli er alltaf líf og fjör þar er alltaf verið að uppgötva og rannsaka. Börnin eru búin að vera að skoða haustlitina í náttúrunni, týna laufblöð og steina. Síðan er málað og límt í Gleðigarði. Alltaf gaman að vinna með litina og haustið, sjá hvenig litirnir í náttúrunni breyttast. Nýjar myndir í myndaalbúmi.

 

Lesa meira!

Dagur íslenskrar náttúru.

Í dag 16 september er dagur Íslenskrar náttúru. Eldri hópurinn á Bakka hélt fund í morgun og ræddi um náttúruna. Þau voru sammála um allt sem væri úti væri náttúra trén , blómin , grasið , fjöllin og skógurinn. Þau ræddu líka um sóðana sem henda ruslinu út um allt. Við ákváðum að skoða Skerjafjörðinn og athuga hvort einhverjir sóðar hefðu komið í hverfið okkar. Við fórum út með fötur til að láta ruslið í.  Við lögðum af stað í þurru en fljótlega tóku náttúruöflin við og það byrjaði að rigna,  en veðrið var samt milt og gott, þessi fyrirmyndar hópur fann fullt af rusli og við erum sannfærð um að Bauganesið og Einarsnesið er mun snyrtilega eftir að þessa frábæru krakkar tóku til hendinni.

Lesa meira!

Lífið er listaverk

Lífið er listaverk

Það er gaman að að finna liti, upplifa ilminn af blómunum og njóta útiverunnar.  Ætlunin var hjá eldri börnum á Bakka að fara í fjöruna að gera listaverk. En það var flóð og þá breyttist planið, það var bara lærdómsríkt, því þá kom spurningin af hverju er svona mikil sjór ?? Því var farið með afgangs timbur það notað sem rammi og listaverk gert úr ýmsum plöntum og öðrum efnivið. Úr því urðu falleg listaverk. 

Lesa meira!

Sullað og leikið á Skerjagarði.

Nú er september genginn í garð þó enn sé dásamlegt sumarveður, nánast upp á hvern dag. 

Við erum enn mikið að njóta þessa að vera úti í góða veðrinu. Við höfum verið dugleg að krydda tilveruna með því að fara í ýmsa leiki úti. Vatnið er alltaf skemmtilegur efniviður og höfum við gert ýmsar tilraunir með vatnið. t.d notað rör, rennur sullukerið.  Aðalmálið er hvað vatnið getur sprautast langt.

 

 

 

 

 

Lesa meira!

Fréttir frá foreldrafélaginu.

Samvera foreldra og barna á sunnudaginn. 

Nú ætlum við foreldrar og börn á Skerjagarði að byrja nýtt skólaár á því að grilla saman í í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum næstkomandi sunnudag kl. 14:00. Við stefnum að því að hittast við stóra grillið sem stendur við stíginn sem liggur yfir í fjölskyldugarðinn. Sósunefnd foreldrafélagsins sér um sósur og lauk en foreldrar sjálfir koma með pylsur/annað á grillið og drykki. Njótum síðustu sólargeislanna saman, spjöllum og leyfum börnunum að leika :)

Kveðja foreldrafélagið á Skerjagarði.

Lesa meira!

Gaman að sjá ykkur eftir sumarfrí.

Þá er nýtt skólaár að hefjast á Skerjagarði. Okkur hlakkar til að starfa með börnunum ykkar í vetur :) 

Aðlögun nýrra barna byrjar á fimmtudaginn hlakkar okkur til að kynnast börnum og foreldrum. 

Í ágúst ætlum við að vera mikið í útiveru og nýta vel okkar frábæra umhverfi, fara í fjöruna og nýta nánast umhverfi til útikennslu.

Lesa meira!

sól sól skín á mig..

Sól, sól skín á mig :) Mikið er lífið dásamlegt í góðu veðri. Allir á Skerjagarði stórir sem smáir njóta þess. Við höfum svo sannarlega nýtt okkur þessa sólríku daga í ýmsar vettvangsferðir á báðum deildum. Elstu börnin hafa farið í húsdýragarðinn , Nauthólsvík og fleira. Við höfum nýtt okkur fallega umhverfið okkar hér í Skerjafirði til útikennslu, farið í fjöruna og skoðað lífríkið sem þar er að finna. Þessa daganna er mikill áhugi á lifrum og öðrum skordýrum sem eru skoðuð með stækkunarglerjum. Ekki má gleyma garðyrkjustörfunum því karöflugrösin spretta enda mikið vökvuð af áhugasömum börnum :)

Lesa meira!

Ný frétt

Gleðilegt sumar

Margt skemmtilegt er á döfinni hjá okkur á Skerjagarði enda allir komnir í sumarskap :) 

Nú er sumarstarfið hafið og erum við mikið úti, munum við nýta næsta nágrenni til útikennslu og leikja. 

Nágrenni Skerjagarðs er fjölbreytt og skemmtilegt það er stutt í fjörunna og tveir stórir grasblettir nálægt okkur þar

sem hægt er að fara í ýmsa leiki.  Náttúran í kringum skólann bíður upp á fjölmörg skemmtileg tækifæri til könnunar og uppgötvunar. 

Í vikunni ætlum við að setja niður kartöflur og grænmeti. Börnin hafa verið að búa til blómapotta, mála þá og setja niður fræ. 

Í maí er margt skemmtilegt að gerast hjá okkur.  Laugardaginn 21 maí er opið hús hér á Skerjagarði, þá er útskrift hjá elstu börnunum og Skerjagarðskórinn mun syngja nokkur lög. Einnig verða verk barnanna til sýnis en starfið í vetur hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt hjá okkur enda hugmyndarík og frábær börn hér á Skerjagarði.

Föstudaginn 27 maí er sveitaferðin, farið er á Grjóteyri í Hvalfirði,  þar munu foreldrar, börn og kennarar eiga skemmtilega stund saman.

Við áttum fjórar skólastelpur sem sungu í Hörpunni á barnamenningarhátíðinni.  Þær voru búnar að æfa lögin vel og alveg tilbúnar að syngja í Eldborg, glæsilegt hjá þeim.

 

Lesa meira!