Upplifun með liti. Útikennsla.

Þegar börn fá tækifæri, efnivið og aðstæður, getur allt gerst og listin fær vængi. Börnin á Bakka fóru í útkennslu í fjörunni.

Við höfðum með skóflur og vatnsliti, hugmyndin var að ná í sjó og mála á steina. 

Nokkrir drengir fengu hugljómun á steyptum brunni með loki, þeir náðu í sjó og úr varð skemmtileg litafræði og rannsóknarvinna...'' Vá það er hægt að láta rauðan hér ..en ef ég læt hvítan þá er bleikur. 

Skemmtilegur dagur í fjörunni. 

Back To List