Velkomin eftir sumarfrí á Skerjagarð.

Þá erum við komin á fullt eftir sumarfrí og vonandi hafið þið haft það fínt í fríinu. Ekki ber á öðru en að börnin séu alsæl með að vera komin aftur í leikskólann sinn.

Aðlögun nýrra barna hefur gengið glimrandi vel. Að sjálfsögðu bjóðum við ný börn og foreldra hjartanlega velkomin í flotta barnahópinn okkar á Skerjagarði.  Við á Skerjagarði viljum að öllum líði vel og leggjum áherslu á góð samskipti við foreldra. Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef það er eitthvað sem ykkur liggur á hjarta.

 Við erum spennt fyrir nýju skólaári og hlökkum til að starfa með ykkur og börnunum ykkar í vetur.

Af starfsmannamálum á Skerjagarði er allt gott að frétta, hefur gengið vel að manna í þær stöður sem hefur vantað í.   

Back To List