Sumarfrí Skerjagarðs.

 Nú fer að líða að sumarlokun og það er margt spennandi búið að vera gerast hjá okkur í júní.

Veðrið hefur leikið við okkur :)  og við höfum mikið farið í vettvangs-og gönguferðir, allavega höfum við ekki látið það stoppa okkur.

Við erum reglulega ánægð með veturinn hér á Skerjagarði  og hefur starfið bæði verið  faglegt, skemmtilegt og góður starfsandi ríkir í húsinu.

Eins og þið sjálfsagt vitið þá var gert ytra mat hjá okkur í haust og við komum einstaklega vel út.

Eins fengum við hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar sem við erum í skýjunum yfir.

Við ætlum að sjálfsögðu að halda okkar frábæra starfi áfram og hlökkum við til að takast á við nýtt skólaár. 

 

 

Back To List