news

:) Eldfjallið okkar :)

19. 05. 2021

Undanfarnar vikur hafa börnin á Bakka verið að vinna að sameiginlegu verkefni og gert okkar eigið Eldfjall. Þetta hefur verið alveg einstaklega skemmtilegt verkefni og fjölbreytt vinna. En þess má geta að börnin á Skerjagarði hafa mikinn áhuga á eldgosinu í Geldingadölum enda sjáum við gosið í beinni út um gluggann á deildinni.

Það kom ósk í barnahópnum um að gera okkar eigið fjall eins stórt og jólatréð sem við gerðum í desember

Þar með hófst vinnan.

Meistarahópurinn klippti hænsnanetið með vírklippum og mótuðu fjallið. Síðan var veggfóðurslímið blandað og pappamassinn settur yfir.

Músahópur og Kisuhópur sáu um að mála eldfjallið og í vali gátu börnin unnið að verkefninu eftir áhuga t.d blanda liti, þæft ullarhnoðra, málað poppkorn, líma ofl. Þar til allir voru sáttir og fjallið tilbúið

© 2016 - 2021 Karellen