Leikskólinn Skerjagarður Bauganesi 13 er einkarekinn og með þjónustusamning við Reykjavíkurborg.

Rekstraraðilar eru Sóldís Harðardóttir leikskólakennari og Þórbjörn Sigurðsson.

Leikskólastjóri er Sóldís Harðardóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Guðfinna Kristjánsdóttir. Leikskólinn er aðili að Samtökum sjálfstæðra skóla. Í dag dvelja 50 börn samtímis á leikskólanum Skerjagarði.

Á Skerjagarði eru tvær deildir, yngri deildin Ból er með börn á aldrinum átján mánaða til tveggja og hálfs árs.

Eldri deildin Bakki er með börn á aldrinum tveggja og hálfs til sex ára. Aldursblöndun fer eftir aðstæðum hverju sinni.

Leikskólinn Skerjagarður er staðsettur í miðju íbúðarhverfi. Náttúran er heillandi í Skerjafirði og mörg skemmtileg útivistarsvæði eru í nánasta umhverfi við skólann, sem gefur góð tækifæri til útikennslu. Leikskólinn er á tveimur hæðum ásamt kjallara og risi. Deildarnar eru á sitt hvorri hæðinni. Í kjallara/Gleðigarði  er góð aðstaða til myndsköpunnar og til að vinna stærri verk. Við teljum það mikinn kost að hafa sér myndlistarstofu þar sem verkin geta verið að þróast í langan tíma. Í Gleðigarði fara börnin einnig í skipulagða tónlistarstund en þar er góð aðstaða til hreyfingar.

Gleði

"Á Skerjagarði er leitast við að það ríki gleði og jákvætt andrúmsloft. Góð samskipti milli barna og kennara er forsenda þess að börn geti verið glöð og sýni hæfileika og sköpunarkraft í verki. Glöð börn hafa trú á eigin getu og þar af leiðandi styrkja þau sjálfsmynd sína."

Frumkvæði

"Mikilvægt er að kennarar og börn sýni frumkvæði í leikskólastarfi. Börn eiga að hafa áhrif á nám sitt og fá tækifæri til þess að rannsaka á eigin forsendum í þekkingarleit sinni. Hlutverk okkar sem kennara er að ýta undir forvitni og áhugahvöt barnanna. Grípa hugmyndir þeirra á lofti, þannig að við getum unnið áfram með hugmyndir barnanna í öllu okkar starfi. Börnin eiga að skoða, rannsaka, upplifa, spyrja spurninga og leita svara við þeim, því það er ákveðin tilvera sem bíður eftir að vera uppgötvuð."

Sköpun

"Mikilvægt er að hlúa að umhverfi sem örvar skynjun og sköpunarkraft barnanna.  Aðaláherslan í okkar starfi er að vinna með ferlið og uppgötvun barnanna, frekar en að leggja áherslu á útkomuna. Leitast er við að hafa."

Hvar erum við?